Karfan.is heyrði í Axel og spurði hvað hann væri að fara að gera í Danmörku.
Ég ætla að færa mig yfir í danska dýralæknaháskólann, aðallega því það hentar betur körfuboltafíklum að vera þar. Svo er það líka nær Íslandi og því auðveldara að sækja viðburði eins og þorrablót yfir veturinn.
En afhverju Værlöse?
Ég nefndi það við nágranna minn í vor að mig langaði til Danmerkur, og hann benti mér á að Værlöse væri að koma upp í efstu deild og gæti verið spennandi kostur. Ég kom mér í samband við þjálfarann og við vorum ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að leik- og þjálfunarstílar okkar ættu samleið.
En hvernig líst þér á liðið og þjálfarann?
Maður fær svona spurningar á hverju sumri, hvort sem það er um nýja liðið, nýja útlendinginn eða nýja þjálfarann. Ég hef lært það á þessum árum að fordómarnir (jákvæðir eða neikvæðir) standast sjaldan og ætla því ekki að mynda mér neina skoðun fyrirfram.
Þekkir þú eitthvað til í dönsku deildinni?
Nákvæmlega ekki neitt.
Mynd: Hjalti Árnason



