spot_img
HomeFréttirAxel frá næstu tvær vikurnar í það minnsta

Axel frá næstu tvær vikurnar í það minnsta

20:51

{mosimage}

Skallagrímsmenn verða án Axels Kárasonar næstu tvær vikurnar í það minnsta en Axel er ristarbrotinn. Axel ristarbrotnaði á æfingu með Skallagrímsmönnum í gærkvöldi og mun því í fyrsta sinn á úrvalsdeildarferli sínum missa af leik sökum meiðsla.

 

 

„Beinið fór ekki í sundur en sprungan nær yfir meirihlutann af ristinni,“ sagði Axel sem gert hefur 7,9 stig að meðaltali í leik í fyrstu átta leikjum Skallagríms á tímabilinu.

 

 „Læknirinn mælti með því að ég yrði frá í a.m.k. tvær vikur. Hann vildi þó helst að ég myndi ekki spila að nýju fyrr en milli jóla og nýárs. Ég er ekkert stressaður yfir þessu en þetta verða fyrstu leikirnir sem ég missi af í úrvalsdeild sökum meiðsla,“ sagði Axel sem hefur misst úr leik í úrvalsdeild en það var sökum veikinda. 

Skallagrímsmenn hafa unnið fjóra leiki og tapað fjórum það sem af er leiktíðar og verða að þjappa sér vel saman á næstu dögum því það er sérlega slæmt fyrir liðið að missa leikmann á borð við Axel í meiðsli. 

[email protected]

Mynd: www.skallagrimur.is 

Fréttir
- Auglýsing -