spot_img
HomeFréttirAxel bosman leikmaður ársins í Danmörku

Axel bosman leikmaður ársins í Danmörku

Axel Kárason var á dögunum kjörinn bosman leikmaður ársins í úrvalsdeildinni í Danmörku af vefsíðunni Eurobasket.com. Axel leikur með Værlöse í Danmörku þar sem hann var með 11,4 stig að meðaltali í leik og tók 6,8 fráköst. Þá lék hann að jafnaði 32,33 mínútur í hverjum leik liðsins.
Værlöse hafnaði í 7. sæti í dönsku úrvalsdeildinni og mættu Svendborg Rabbits í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og urðu þar að sætta sig við að vera sópaðir 3-0 út í sumarið.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -