spot_img
HomeFréttirAxel á heimaslóðir

Axel á heimaslóðir

16:07

{mosimage}

  Áfram heldur leikmannahópur Tindastóls að gildna, á heimasíðu þeirra í dag kemur fram að Axel Kárason muni leika með liðinu næsta vetur en hann var við nám í Ungverjalandi á síðasta vetri en lék þó 5 leiki með Tindastól og skoraði 6 stig og tók 5,6 fráköst.

Karl Jónsson þjálfari Tindastóls sagði í samtali við karfan.is: „Axel er draumaleikmaður allra þjálfara, hann spilar með hjartanu og gerir hluti fyrir liðið sem ekki eru alltaf áberandi. Að auki breikkar hann leikmannahóp  okkar mikið.“

[email protected]

Mynd: Kári Marísson

Fréttir
- Auglýsing -