spot_img
HomeFréttirAukasendingin: Madison, Birna, Jana, Hulda og Kolbrún María í úrvalsliði fyrri hluta...

Aukasendingin: Madison, Birna, Jana, Hulda og Kolbrún María í úrvalsliði fyrri hluta deildarkeppni Subway deildarinnar

Aukasendingin kom saman í gær til þess að ræða fréttir vikunnar, síðustu umferð í Subway deild kvenna, stöðu liðanna eftir fyrstu 13 umferðirnar og spá í spilin um hvernig framhaldið á tímabilinu verði.

Undir lokm þáttarins velur Aukasendingin fimm leikmanna úrvalslið fyrstu 13 umferðana ásamt því að ræða hverjir séu bestu ungu leikmenn deildarinnar, hvaða þjálfarar hafi staðið sig best það sem af er tímabili og margt fleira.

Þjálfarar nýliða Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson og Auður Íris Ólafsdóttir ásamt þjálfara nýliða Þórs Akureyri, Daníel Andri Halldórsson, komu mest til tals sem þeir sem gert hafa best það sem af er vetri. Bæði hafa liðin komið gríðarlega á óvart, þar sem Stjarnan er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 9 sigra, en Þór er rétt fyrir aftan í 5. sætinu með 8 sigra.

Ófáir leikmenn komu til tals er velja átti í úrvalslið þessara 13 fyrstu umferða. Að endingu urðu það Jana Falsdóttir úr Njarðvík, Hulda Björk Ólafsdóttir úr Grindavík, Madison Anne Sutton úr Þór, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni sem valdar voru í fimm leikmanna úrvalsliðið.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Aukasendinguna, en hún er einnig aðgengileg í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fréttir
- Auglýsing -