Dominos deild kvenna mun rúlla af stað þann 23. september með heilli umferð. Þar munu nýliðar Fjölnis taka á móti Snæfell, Breiðablik og Valur mætast í Smáranum, Skallagrímur heimsækir Hauka og í Keflavík eigast við heimakonur og KR.
Mikið hefur verið í gangi á leikmannamarkað sumarsins, en hér er hægt að skoða hvaða leikmenn hafa farið frá og komið til liðanna. Í síðustu upptöku af Aukasendingunni var kynnt kraftröðun fyrir deildina, það er hversu sterk liðin líta út á blaði í dag, sem er þó ekki spá fyrir tímabilið. Eiginleg spá Körfunnar verður tilkynnt síðar.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkur liðanna er metinn á þessum tímapunkti, en hægt er að hlusta á Aukasendinguna hér enn neðar fyrir greinagóðan rökstuðning fyrir hvert sæti/lið fyrir sig.
1. | Valur |
2. | Skallagrímur |
3. | Keflavík |
4. | Haukar |
5. | Fjölnir |
6. | Breiðablik |
7. | Snæfell |
8. | KR |