spot_img
HomeFréttirAukasendingin: Hvað ætla KR að gaufa langt fram eftir tímabili í þetta...

Aukasendingin: Hvað ætla KR að gaufa langt fram eftir tímabili í þetta skiptið?

Í þessari síðustu upptöku af Aukasendingunni er farið yfir síðustu umferðir í Dominos deildum karla og kvenna og spáð í spilin fyrir þá næstu. Gestur þessa vikuna er fyrrum starfsmaður Körfuknattleikssambandsins og núverandi framkvæmdarstjóri Hauka, Stefán Þór Borgþórsson.

Þá er einnig rædd nýleg áframhaldandi ráðning íslenska landsliðsins á Craig Pedersen, en á dögunum var samið við hann til næstu þriggja ára.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Gestur: Stefán Þór Borgþórsson

Umsjón: Davíð & Bryndís

Dagskrá
00:00 – Létt hjal
04:20 – Dominos deild kvenna
35:50 – Craig Pedersen til 2023
42:40 – Dominos deild karla

Fréttir
- Auglýsing -