Aukasendingin fékk góðvin þáttarins Mumma Jones til þess að fara yfir sviðið í Bónus deild karla.
Til umræðu eru fréttir vikunnar, 20 vinsælustu fréttir ársins á Körfunni, síðasta umferð Bónus deildar karla, hvernig liðin koma undan hátíðum, sigurganga Vals, hvaða lið eru líklegust til að gera atlögu í vor, Remy Martin til Keflavíkur, breytingar á Skaganum og margt fleira.
Þá er farið yfir lista af leikmönnum sem áttu góð tímabil eða úrslitakeppni á Íslandi áður en þeir týndust, eða sáust ekki aftur í íslenskum körfubolta.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.



