Friðrik Ingi Rúnarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær eftir bikardráttinn og ræddi aðeins þá staðreynd að Njarðvíkingar komi að öllum líkindum spila gegn KR í næstu umferð bikarkeppninar og það í DHL-höllinni. Friðrik sagði að KR væri líkast til sá besti andstæðingur sem Njarðvíkingar hefðu getað hitt á og það á þeirra heimavelli.
Friðrik skaut svo nettum skotum á "suma" og sagði að sitt lið auglýsti ekki meiðsli leikmanna sinna og að liðið gerði lítið úr því að láta vorkenna sér eða væla yfir gengi liðsins
Friðrik lét svo þau orð falla um félaga sína í B-liði Njarðvíkur og sagði að með fullri virðingu fyrir þeim góðu mönnum að þá hefði kannski verið þægilegast að fá þá og hafa svona kósý stund í Ljónagryfjunni.
Haft er eftir einum af leikmönnum og í raun óformlegum formanni B-liðsins Jakob Hafstein Hermannssyni að hann taldi að þarna væri í raun sálfræði stríð hafið hjá Friðrik Inga fyrir úrslitaleikinn sjálfann milli liðana og ýjaði þar að lítið fengist stoppað að þau mættust þar.
Allt var þetta þó í góðu og temmilegu gríni sagt en B-lið Njarðvíkinga fá topplið Dominosdeildarinnar í heimsókn í næstu umferð.
Viðtalið í Akraborginni má hlusta á hér.