spot_img
HomeFréttir„Auðvitað er alltaf planið að reyna að komast í NBA“

„Auðvitað er alltaf planið að reyna að komast í NBA“

Fyrir einungis 40 mánuðum hafði Tryggvi Snær aldrei horft á alvöru körfuboltaleik og ekki leikið sjálfur körfubolta nema í frímínútum í skóla. Í dag er hann helsta framtíðarstjarna Íslensks körfubolta, hefur vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla og er búinn að semja við spánarmeistara Valencia. 

 

Tryggvi Snær Hlinason er frá Svartárkoti í Bárðardal og vann þar almenn sveitastörf í uppvextinum. 641.is sem segir fréttir úr Þingeyjarsýslu leit við hjá Tryggva í Svartárkoti rétt áður en íslenska landsliðið fór af stað til Rússlands í æfingaferð fyrir Eurobasket. Tryggvi hafði þá einungis komið tvisvar um sumarið á Svartárkot en hann hafði fyrr í sumar leikið með U20 landsliðinu í A-deild evrópumótsins. 

 

Í viðtalinu segir Tryggvi frá því að hann hafi hlotið nokkra athygli frá skólum í Bandaríkjunum og reyndi goðsögnin Pétur Guðmundsson fyrrum NBA leikmaður mikið að fá Tryggva til að fara til Bandaríkjanna í skóla. Að lokum leist Tryggva best á Valencia og aðstæður þar. Tryggvi samdi til fjögurra ára við Valencia með möguleika á að fara eftir tvö. Hann segir það ljóst frá félaginu að hann muni æfa enn ekki leika með liðinu fyrr en hann hafi sýnt að hann sé nægilega góður. Það dregur þó lítið úr Tryggva sem segir það vera helsta markmiðið að komast í 12 manna hóp Valencia sem fyrsta auk þess auðvitað að taka framförum sem körfubolta maður. 

 

Tryggvi segir einnig frá því að NBA deildin sé stærsti draumurinn enda sé deildin það lengsta sem körfuboltamaður getur komist í faginu. Hann vonast til þess að gefast meiri tíma til að fylgjast með NBA deildinni er hann flytur til Spánar en félagi hans var Akureyri mun einnig flytja til Valencia. 

 

Einnig ræðir Tryggvi um landsliðsverkefni sumarsins, matarskammta sína og uppvextinum í Bárðardal. Þá segir Tryggvi frá fyrsta landsleiknum sínum sem hann segist sjálfur hafa verið hundlélegur. 

 

Stórskemmtilegt viðtal Hermanns Aðalsteinssonar á 641.is má finna í heild sinni hér. 

 

Fréttir
- Auglýsing -