spot_img
HomeFréttirAuðvelt í Ásgarði(Umfjöllun)

Auðvelt í Ásgarði(Umfjöllun)

11:51

{mosimage}
(Bobby Walker var stigahæstur í leiknum)

Keflavík hélt toppsætinu í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli 80-101 í Ásgarði. Keflavík fór á kostum í fyrri hálfleik og sýndu hvernig á að spila góðan körfubolta. Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði og Stjörnumenn nálguðust gestina aldrei af neinni alvöru. Stigahæstur hjá Keflavík var Bobby Walker með 28 stig og Dimitar Karadzovski skoraði 20 fyrir Stjörnuna.

Fyrsti leikhluti var eign Keflvíkinga en þeir unnu hann með 14 stiga mun 32-18 og allt fór ofan í hjá þeim. Leikurinn jafnaðist aðeins í öðrum leikhluta en Keflvíkingar þó skrefi framar. Kjartan Kjartansson hjá Stjörnunni skoraði þrjá þrista á stuttum kafla en Keflvíkingar náðu ávallt að svara fyrir sig.

Í hálfleik var staðan 58-42.

{mosimage}
(Maurice Ingram er stór og sterkur)

Seinni hálfleikur var frekar jafn í tölum en Keflvíkingar voru betri allan tímann. Sama hvað Stjörnumenn reyndu að gera þá gekk það ekki. Einnig létu þeir dómara leiksins fara mikið í taugarnar á sér og uppskáru tæknivillu.

Liðið varð fyrir áfalli þegar Dimitar Karadzovski þurfti að yfirgefa völlinn þegar dæmt var á hann sína aðra óíþróttamannslega villu og lék hann ekki meira með í leiknum. Eftir það var þetta erfitt og Keflavík vann sanngjarnan sigur 80-101.

{mosimage}
(Anthony Susnjara klófestur af Maurice Ingram og Guðjóni Lárussyni)

Stigahæstur hjá Keflavík var Bobby Walker með 28 stig og Tommy Johnson skoraði 24. Þeir fóru á kostum og skiptust á að vera með skotsýningu. Hjá Stjörnunni var Dimitar Karadzovski stigahæstur með 20 stig en aðrir leikmenn áttu erfitt uppdráttar.

Tölfræði

Staðan

myndir og umfjöllun: [email protected]

{mosimage}
(Dimitar að yfirgefa svæðið eftir sína aðra óíþróttamannslegu villu)

{mosimage}
(Guðjón Lárusson)

Fréttir
- Auglýsing -