Njarðvíkurkonur, sem að léku án Ditu Liepkalne og Ínu Maríu í dag áttu ekki í vandræðum með Laugdæli í Poweradebikarkeppni kvenna þrátt fyrir stórleik Salbjargar sem skoraði 29 stig fyrir gestina og var allt í öllu hjá þeim, virkilega skemmtilegur leikmaður þar á ferð.
Laugdælir, sem spiluðu án Írisar Indriða héldu í við Njarðvíkurstelpurnar fyrstu 4 mínúturnar en eftir það sigu heimastúlkur jafnt og þétt framúr og endaði leikurinn 94-49.
Stigahæst hjá Njarðvík var Heiða með 20 stig, en skoraði hún þau öll í fyrri hálfleik en ein sog áður sagði var Salbjörg stigahæst hjá gestunum með 29 stig
Heildarskor:
Njarðvík: Heiða Valdimarsdóttir 20, Eyrún Líf Sigurðardóttir 17, Árnína Lena Rúnarsdóttir 15/5 fráköst/4 varin skot, Shayla Fields 14/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Dagmar Traustadóttir 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Anna María Ævarsdóttir 4/6 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Jóna Guðleif Ragnarsdóttir 2/8 fráköst.
Laugdælir: Salbjörg Sævarsdóttir 29/9 fráköst/5 varin skot, Hafdís Ellertsdóttir 11/5 fráköst, Elma Jóhannsdóttir 7/5 fráköst, Sigrún Soffía Sævarsdóttir 2, Emilía Jónsdóttir 0/4 fráköst, Dagný Ösp Runólfsdóttir 0, Anna Kristín Lárusdóttir 0.
Umfjöllun: Guðlaug Ólöf
Ljósmynd/Úr safni: Sverrir og Njarðvíkurkonur eru komnar áfram í næstu umferð bikarsins.




