spot_img
HomeFréttirAuðveldur sigur Njarðvíkur(Umfjöllun)

Auðveldur sigur Njarðvíkur(Umfjöllun)

13:04

{mosimage}

Njarðvík sigraði Fjölni 98-83 í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í Grafarvogi í gærkvöld. Njarðvíkingar höfðu tíu stiga forystu allan leikinn sem þeir virtust aldrei líklegir til að láta af hendi.

Njarðvíkingar byrjuðu betur og skoruðu átta fyrstu stigin. Svör Fjölnismanna voru máttlítil og eftir fyrsta fjórðung voru gestirnir yfir, 17-29. Sóknarleikur þeirra var fálmkenndur og þeir töpuðu boltanum oft. Þeir bitu frá sér seinni part annars fjórðungs. Eftir að hafa mest lent undir 22-41 minnkuðu þeir muninn í tíu stig fyrir hálfleik, 38-48.

Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik vel. Sóknir þeirra gengu hratt og þeir spiluðu stífa pressuvörn sem Fjölnismönnum líkaði illa. Skot þeirra virtust tekin í fljótfærni, Njarðvíkingar hirtu fráköstin og brunuðu í sókn. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum fékk Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson sína fimmtu villu um svipað leyti og heimamenn minnkuðu muninn í níu stig, 74-83. Nær komust þeir ekki og gestirnir unnu með fimmtán stigum.

Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, sagðist ánægður með baráttuna í sínu liði. ,,Við lentum nokkrum sinnum tuttugu stigum undir en komum alltaf til baka. Það var mun meira flæði í leik okkar heldur en verið hefið. Bæði lið notuðu mikið unga leikmenn sem spiluðu ágætis leik.”

Myndir og texti: Gunnar Gunnarsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -