spot_img
HomeFréttirAuðveldur sigur hjá TCU

Auðveldur sigur hjá TCU

01:43

{mosimage}
(Helena í leiknum gegn Oklahoma State fyrir jól)

Helena Sverrisdóttir skoraði 7 stig í auðveldum sigri TCU á Grambling State fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli TCU Daniel Meyer Coliseum. Helena var ekki í byrjunarliði TCU eins og hún hefur verið undanfarna leiki en hún lék aðeins í 8 mínútur. Á þeim tíma tók hún 2 fráköst, varði eitt skot og gaf stoðsendingu í leiknum.

Helena missti sæti sitt í byrjunarliðinu þar sem hún kom til Bandaríkjanna frekar seint úr jólafríi sínu. Ástæða þess að hún mætti ekki fyrr var að hún var viðstödd kjörið á íþróttamanni Hafnarfjarðar sem fór fram á miðvikudagskvöld en þar var hún kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar.

Helena þarf nú að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu en miðað við frammistöðu hennar í síðustu leikjum ætti hún að vera fær um það.

[email protected]

Mynd: Keith Robinson

Fréttir
- Auglýsing -