spot_img
HomeFréttirAtvinnumannalíf í Körfuboltabúðum Tindastóls

Atvinnumannalíf í Körfuboltabúðum Tindastóls

Þessa vikuna koma saman 40 ungir leikmenn frá 14 félögum víðsvegar af á landinu á Sauðárkróki í Körfuboltabúðum Tindastóls. Ekki væsir um leikmennina á meðan búðunum stendur, en flest gista þau á Hótel Miklagarði og eru í fullu fæði.

Yfirþjálfari búðanna Helgi Freyr Margeirsson átti samtal við staðarmiðilinn Feyki á dögunum. Segir Helgi við Feyki að markmið búðanna sé fyrst og fremst að skapa gott umhverfi fyrir krakkana til þess að geta einbeitt sér að körfubolta í heila viku og að liður í því sé í raun að skapa ákveðið atvinnumannaumhverfi fyrir þau.

Þá segir Helgi einnig að þau fái frábæra þjálfun, en meðal þjálfara í búðunum eru leikmennirnir Sara Rún Hinriksdóttir og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt þjálfurunum Bjarka Ármanni Oddssyni og Árna Eggerti Harðarsyni.

Viðtalið er í heild hægt að lesa hér, en segir Helgi einnig að stefnt verði að því að búðirnar verði árlegur viðburður.

Hérna eru körfuboltabúðirnar á Facebook

Fréttir
- Auglýsing -