13:00
{mosimage}
(Lið Francis Marion)
Brynjar Þór Björnsson og félagar í bandaríska háskólanum Francis Marion eru á góðu róli um þessar mundir og unnu í nótt sinn áttunda sigur í röð á leiktíðinni. Liðið hefur ekki tapað leik og vann stórt í nótt gegn Florida Christian College, 106-64.
Brynjar var ekki í byrjunarliðinu en gerði samt 9 stig í leiknum á 18 mínútum. Hann gaf einnig 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst í leiknum. Brynjar skoraði öll 9 stigin sín úr þriggja stiga skotum en hann setti niður 3 þrista af 4 tilraunum í leiknum.
Næsti deildarleikur liðsins er 3. janúar en þann 21. desember til 30. desember mun Francis Marion taka þátt í móti í Hollandi sem kallast Amsterdam Haarlem Basketball week. Það verður því lítið um jólafrí hjá Brynjari þetta árið.



