spot_img
HomeFréttirÁttundi deildarsigur Merlins í röð!

Áttundi deildarsigur Merlins í röð!

08:48
{mosimage}

Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska pro B liðinu Proveo Merlins eru í feiknaformi um þessar mundir og hafa unnið 8 deildarleiki í röð. Síðasta fórnarlamb Merlins var RSV Eintracht Stahnsdorf sem Merlins unnu á útivelli 75-99.

Í gær hljóp undirritaður blaðamaður Karfan.is á sig er hann greindi frá eldgömlum leik þar sem Jóhann Árni gerði 3 stig en sá leikur fór fram í ársbyrjun. Jóhann var í byrjunarliði Merlins í gær og skoraði 8 stig í leiknum, tók 2 fráköst, var með 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta á þeim tæpu 20 mínútum sem hann lék í leiknum. Við á Karfan.is biðjum Jóhann velvirðingar á þessum misritunum en þess má geta að í síðustu tveimur leikjum Merlins hefur Jóhann gert 8 stig í gær og þar á undan var hann með 18 stig og 4 fráköst í sigri á Telemotive Munchen.

Þess má geta að Jóhann Árni er í 40. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar en hann gerir að jafnaði 13,3 stig í leik.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -