spot_img
HomeFréttirÁttunda umferð í Domino´s deild kvenna

Áttunda umferð í Domino´s deild kvenna

Í kvöld fer fram áttunda umferðin í Domino´s deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Haukar TV og KR TV lýsa leikjum sinna liða í beinni á netinu en Haukar taka á móti Keflavík í Schenkerhöllinni og KR fær Val í heimsókn í Reykjavíkurrimmu.
 
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna, 19:15:
 
Haukar-Keflavík
Snæfell-Grindavík
KR-Valur
Njarðvík-Hamar
 
Þá er einn leikur í 2. deild karla þegar Hekla tekur á móti Leikni Reykjavík kl. 20:00 á Hellu.
 
Mynd/ Birna Valgarðsdóttir og vígabörnin hennar í Keflavík mæta í Hafnarfjörð í kvöld, verður það áttundi sigurinn í röð eða tekst Haukum að stöðva Keflavíkurflóðölduna? 
Fréttir
- Auglýsing -