KR er Íslandsmeistari í Domino´s-deild karla leiktíðina 2015-2016. Þetta var áttundi Íslandsmeistaratitill KR-inga síðan úrslitakeppnin hófst árið 1984 og alls fimmtándi titill KR frá upphafi en félagið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 1965.
KR fór í ár 3-0 gegnum Grindavík í 8-liða úrslitum, 3-2 gegnum Njarðvík í undanúrslitum og 3-1 gegnum Hauka í úrslitaseríunni og hefur unnið titilinn þrjú ár í röð. Síðasta liðið til að vinna þrjú ár í röð var Keflavík frá 2003-2005.
Til hamingju KR-ingar!
Mynd/ [email protected]