Kolbrún María Ármannsdóttir og TK Hannover Luchse máttu þola tap gegn Marburg Blue Dolphins í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 63-71.
Á tæpum 11 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kolbrún María tveimur stigum og þremur fráköstum.
Kolbrún María og Hannover eru eftir leikinn í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra.



