Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Ármann Vilbergsson Grindvíkingur og fjölmiðlamaðurinn Tómas Steindórsson.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir ofsaviðbrögð við fyrstu umferðum Bónus deildar karla.
Meðal þeirra átta hluta sem farið er yfir eru málefni Stjörnunnar, að mögulega verði þeir í baráttu um sæti í úrslitakeppni, en ekki heimavöll, að Grindavík og KR hafi leikið versta leik tímabilsins í síðustu umferð og að Þór falli líklega.
Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan.




