Eftir að keppni var lokið á NM 2017 í dag var haldin kvöldvaka þar sem liðin kepptu sín á milli um besta atriðið. Siguratriðið í ár var U18 lið karla sem var með dansatiði sem var að eigin sögn þrælæft og metnaðarfullt. Hin liðin voru öll með atriði sem má finna hér að neðan. Að auki var vítaspyrnukeppni þjálfara þar sem Einar Árni Jóhannsson yfirþjálfari yngri landsliða Íslands vann sigur í slakri keppni.
Að lokum sungu þeir leikmenn sem voru að leika á sínu síðasta Norðurlandamóti, þ.e. að verða 18 ára á árinu lokalag. Lagið var að sjálfsögðu Draumur um Nínu sem leikmenn sungu algjörlega Acapella.
Myndband af öllum atriðum ársins má finna hér að neðan:
U16 stúlkna:
U16 drengja:
U18 stúlkna:
U18 drengja:
Lokalagið: