spot_img
HomeFréttirAtli Aðalsteins: Þetta er bara byrjunin

Atli Aðalsteins: Þetta er bara byrjunin

Atli Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Skallagríms var gríðarlega ánægður með framlag sinna manna í útisigrinum á Þór Akureyri er Karfan.is náði tali af honum.

 

Skallagrímur sigraði leikinn 90-81 þar sem Flenard Withfield og Darrell Flake voru algjörlega frábærir. Atli sagði þetta hafa verið mikinn vinnusigur en að sínir menn ættu nóg inni.

 

„Bara frábær karakter að klára þennan leik. Komumst tvisvar tíu stigum yfir i fyrri hálfleik og hleypum þeim svo aftur inni leikinn. Lendum svo 10 undir i seinni og sýnum og sönnum eftir það að við erum ekki að fara að gefast upp. Hörku erfiður útivöllur og mjög sterkt að vinna.“ sagði Atli og bætti við:

 

„Við vorum mun agaðri en i fyrstu tveimur leikjunum og vorum lika mjög vel undirbúnir undir það hvar þeirra styrkleikar liggja. Vel gert hja strakunum að framkvæma það sem lagt var upp með. Við eigum samt helling inni og lykillinn að þessu er að fækka köflunum i leiknum þar sem leikurinn fer uppi vitleysu, læra að hægja a þegar við eigum að hægja a og keyra að sama skapi þegar tækifæri gefst.“

 

„Arnar stjórnaði leiknum vel i dag og allir tilbúnir að leggja eitthvað til, hvort sem það var a varnar helmingnum eða sóknar helmingnum. En þetta er bara byrjunin, Við þurfum að koma alveg jafn gíraðir og í dag í hverri viku ef við ætlum okkur að ná i úrslit i þessari deild.“

 

Skallagrímur mætir ÍR í næstu umferð í Fjósinu í Borgarnesi og hvatti Atli alla Borgfirðinga til að fjölmenna til að ná í fleiri sigra í deildinni.

 

Mynd / Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -