spot_img
HomeFréttirAtlantsolía styrkir Krabbameinssöfnun FSu Körfubolta

Atlantsolía styrkir Krabbameinssöfnun FSu Körfubolta

16:18
{mosimage}

Þann 6.desember síðastliðinn opnaði Atlantsolía formlega nýja bensínstöð í Árborg. Stöðin er sú 12 í röðinni og er staðsett við hlið Toyota umboðsins á Selfossi, skammt áður en komið er að Ölfusbrúnni. Ragnheiður Hergeirsdóttir opnaði formlega stöðina með því að dæla á Grummanninn, sem er sýningarbifreið Atlantsolíu. 

Í tilefni af opnuninni tilkynnti Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu að tiltekinn ágóði af hverri áfyllingu, fyrsta mánuðinn, myndi renna í  Styrktarsjóð Fsu Körfubolta sem vinnur að því að styrkja líknardeild Krabbameinsfélaganna á Suðurlandi. 

Glæsilegt framtak hjá FSu körfubolta og Atlantsolíu og því um að gera að fjölmenna á heimaleiki FSu og styðja gott málefni. Næsti heimaleikur FSu er þann 8. janúar á nýja árinu þegar þeir fá Hauka í heimsókn. 

Frá þessu er greint í 6. tbl. af blaðinu FSu körfubolti.

Fréttir
- Auglýsing -