Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Orlando og Atlanta tóku upp á því að láta rigna en liðin gerðu 251 stig í venjulegum leiktíma! Þá sótti Minnesota sigur gegn Chicago á útivelli og Golden State marði Pelicans en framlengja varð slag Suns og Knicks þar sem heimamenn í Phoenix höfðu betur.
Leikur Atlanta og Orlando fór 120-131 fyrir Orlando þar sem Serge Ibaka var stigahæstur hjá Orlando með 29 stig og 3 fráköst og Elfrid Payton kom með 26 stig og 14 stoðsendingar af bekknum. Dwight Howard var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig og 16 fráköst. Eins og staðan er í dag myndu bæði Atlanta og Orlando missa af úrslitakeppni austurstrandarinnar ef blásið yrði til hennar í dag.
Phoenix marði sigur á Knicks í nótt eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktíma var 101-101 þar sem Tyson Chandler jafnaði metin fyrir Phoenix af vítalínunni þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Ekki var skorað meira í venjulegum leiktíma! Þegar 30 sek. voru eftir af framlengingunni hófst upp vítahlaup svokallað og þar hafði Phoenix betur. Eric Bledsoe skilaði góðu dagsverki hjá Suns með 31 stig, 6 fráköst og 8 stosðendingar og Tyson Chandler vaxaði glerið af eldmóð með 13 stig og 23 fráköst. Hjá New York var Kritapas Porzingis með 34 stig og 8 fráköst.
Tveir af stærri prófílum deildarinnar mættust í nótt þegar Portland lagði Oklahoma 114-95. Damian Lillard gerði 17 stig fyrir Portland og gaf 9 stoðsendingar en Mason Plumlee var stigahæstur með 18 stig og 7 fráköst. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook með 20 stig, 6 fráköst og 6 stosðendingar.
Úrslit næturinnar:
Cavs 103-86 Memphis
Atlanta 120-131 Orlando
Chicago 94-99 Minnesota
New Orleans 109-113 Golden State
Phoenix 113-111 New York
Portland 114-95 Oklahoma
Myndbönd næturinnar frá NBA



