10:25
{mosimage}
(Josh Smith átti fínan leik fyrir Atlanta í nótt)
Tveir æfingaleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Atlanta Hawks og New York Knicks höfðu sigur. Hawks lögðu Washington Wizards að velli en Knicks höfðu betur gegn Garnett og félögum í Boston.
Lokatölur í leik Knicks og Celtics voru 94-87 Celtics í vil þar sem Zach Randolph var stigahæstur í liði Knicks með 23 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta. Hjá Celtics var Paul Pierce fyrirferðamestur með 29 stig og 8 fráköst.
Þá voru þeir Josh Smith og Marvin Williams sterkir í nótt í liði Hawks sem lagði Wizards 103-99. Báðir gerðu þeir Smith og Williams 24 stig í leiknum en Smith var auk þess með 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Gilbert Arenas var svo stigahæstur hjá Wizards með 19 stig og 4 fráköst.



