Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Atlanta Hawks unnu sinn þriðja sigur á leiktíðinni gegn Boston Celtics og virðast því hafa lagið á þeim grænu. Joe Johnson fór fyrir liði Atlanta með 36 stig í leiknum.
Lokatölur leiksins voru 96-102 Hawks í vil á heimavelli Boston sem léku án Rasheed Wallace. Rajon Rondo var stigahæstur í liði Boston með 26 stig og 7 fráköst.
Úrslit næturinnar:
Indiana 105-101 Toronto
Philadelphia 96-92 New Orleans
Chicago 120-87 Detroit
Oklahoma 106-88 New York
Denver 105-94 Minnesota
Phoenix 105-101 Milwaukee
Utah 118-89 Miami
Cleveland 117-114 Golden State
Ljósmynd/ Joe Johnson fór fyrir Hawks í útisigri gegn Boston.



