Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Science City Jena í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld, 91-78.
Á tæpum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 18 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Martin og Berlínarliðið eru einnig á góðri siglingu í deildinni þessa dagana, en þar eru þeir í fimmta sæti deildarinnar með þrjá sigra í röð.



