Tryggvi Snær Hlinason og Evrópumeistarar Bilbao lögðu Brno frá Tékklandi í kvöld í FIBA Europe Cup, 115-100.
Á tæpum 18 mínútum spiluðum í kvöld var Tryggvi Snær með 9 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 varin skot.
Staða Bilbao er ansi vænleg í E riðil keppninnar, þeir eru í efsta sætinu með fjóra sigra og aðeins eitt tap og geta tryggt sig áfram í næstu umferð á morgun með hagstæðum úrslitum milli annarra liða. Til vara fara þeir þá áfram ef þeir vinna Kutaisi í lokaleik riðlakeppninnar þann 19. nóvember.



