Hilmar Smári Henningsson og Jonava máttu þola tap í dag gegn Lietkabelis í LKL deildinni í Litháen, 101-74.
Jonava hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum deildarinnar, en fyrsta leiknum töpuðu þeir gegn Zalgiris.
Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði Hilmar Smári 16 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum.



