spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaAtkvæðamikill á undirbúningstímabilinu

Atkvæðamikill á undirbúningstímabilinu

Hafnfirðingurinn Hilmar Smári Henningsson er kominn af stað með liði sínu Jonava í Litháen.

Eftir að hafa lokið leik með íslenska landsliðinu á lokamóti EuroBasket var tilkynnt um félagaskipti hans frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar til litháíska liðsins.

Samkvæmt heimildum hefur hann hafið leik með liðinu, en líkt og á Íslandi eru lið í Litháen að undirbúa sig með því að leika æfingaleiki gegn liðum. Jonava lagði BC Parnu frá Eistlandi í einum slíkum í dag. Var Hilmar Smári næst stigahæstur í liði Jovana í leiknum með 18 stig.

Fyrsti leikur deildarinnar hjá Hilmari Smára er þann 20. september, en þá mun Jonava taka á móti stórveldi Zalgiris.

Fréttir
- Auglýsing -