spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAþena-UMFK með öruggan sigur á Ísafirði

Aþena-UMFK með öruggan sigur á Ísafirði

Aþena-UMFK gerði góða ferð á Ísafjörð í dag og lagði Vestra örugglega, 61-82, í 1. deild kvenna.

Gestirnir byrjuðu leikinn talsvert betur og leiddu 8-19 eftir fyrsta leikhluta og 29-47 í hálfleik. Heimakonur mættu talsvert sprækari í þriðja leikhluta, sem þær unnu, 21-7, og staðan því 50-54 fyrir lokaleikhlutann.

Í stöðunni 59-64 í fjórða leikhluta tóku svo gestirnir öll völd og skoruðu 18 af síðustu 20 stigum leiksins og sigldu heim öruggum sigri.

Violet Morrow var langbest gestana með 28 stig og 20 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka kom næst með 15 stig, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir skoraði 14 stig og Ása Lind Wolfram 12 stig.

Hjá heimakonum voru Sara Emily Newman og Danielle Shafer stigahæstar með 22 stig hvor en Gréta Hjaltadóttir kom næst með 8 stig.

Eftir leikinn er Aþena-UMFK í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig en Vestri í því neðsta með 4 stig, jafn mörg og Fjölnir-b. Bæði lið spila næst 22. janúar, Aþena-UMFK sækir Þór Akureyri heim en Vestri fær Hamar-Þór í heimsókn.

Fréttir
- Auglýsing -