spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAþena tók fyrsta leikinn gegn KR

Aþena tók fyrsta leikinn gegn KR

Aþena tók fyrsta leikinn gegn KR í úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna í Austurbergi í kvöld, 90-63.

Leikurinn kvöldsins var kaflaskiptur og mætti segja að þetta hafi verið leikur tveggja hálfleikja. KR byrjar betur og er 24 -13 yfir eftir fyrsta leikhluta og 42 – 34 í hálfleik. Í seinni hálfleik tók Aþena svo yfir og komst í forystu 62 – 55 eftir 3 leikhluta. Að lokum vinna þær leikinn svo örugglega 90 – 63.

Atkvæðamest fyrir Aþenu í leiknum var Barbara Zieniewska með 21 stig, 9 fráköst og 7 stolna bolta. Henni næst var Sianni Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar.

Fyrir KR voru atkvæðamestar Anna María Magnúsdóttir með 17 stig, 3 fráköst og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir með 13 stig og 5 fráköst.

Næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 10. apríl á Meistaravöllum.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Magnús Sigurjón Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -