spot_img
HomeBikarkeppniAþena bikarmeistarar í 12. flokki kvenna

Aþena bikarmeistarar í 12. flokki kvenna

Aþena tryggði sér VÍS bikarmeistaratitilinn í kvöld með sigri gegn Hamar/Þór í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 71-63.

Fyrir leik

KR hefur verið besta liðið í 12. flokkinum það sem af er tímabili, taplausar eftir 17 leiki. í 2. sætinu er Aþena hinsvegar með 11 sigra og 8 töp. Í 3. sætinu er svo Hamar/Þór með11 sigra og 7 töp.

Gangur leiks

Aþena byrjaði leik kvöldsins mun betur og setja fyrstu 9 stig leiksins. Hamar/Þór eru þó snöggar að ná áttum, vinna sig nokkuð hratt inn í leikinn og eru búnar að jafna þegar 3 mínútur eru eftir af fyrsta fjórðung, 13-13. Þær bæta svo enn í og eru 4 stigum yfir þegar leikhlutinn er á enda, 16-20. Með miklu harðfylgi nær Aþena aftur tökum á leiknum í 2. leikhlutanum og leiða þær með 9 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 38-29.

Stigahæst fyrir Aþenu í fyrri hálfleiknum var Darina Andriivna Khomenska með 9 stig á meðan að fyrir Þór/Hamar var Emma Hrönn Hákonardóttir komin með 11 stig.

Hvorugu liði tókst að komast í takt sóknarlega í upphafi seinni hálfleiksins, leikurinn var nokkuð hraður, en það var eins og byrgt hafi verið fyrir hringina. Í seinni hluta þriðja fjórðungs fær Aþena þó nokkur skot til að detta og eru þær 12 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 55-43.

Hamar/Þór nær að klafsa sig aftur inn í leikinn í upphafi fjórða leikhluta. Hægt og bítandi vinna þær niður forskotið og jafna svo í stöðunni 57-57 þegar um 5 mínútur eru til leiksloka. Þær missa þó tökin aftur og áhlaup þeirra rennur út í sandinn. Undir lokin nær Aþena að herða vörnina aftur og leyfa aðeins 6 stig á síðustu 5 mínútunum, meðan þær sjálfar setja 14 stig og sigla að lokum nokkuð sterkum 8 stiga sigur í höfn, 71-63.

Hver var munurinn?

Það var ekki ýkja mikið sem skildi liðin að í dag. Sóknarlega fékk Aþena fleiri leikmenn í gang hjá sér í dag en Hamar/Þór og þá spiluðu þær betri vörn á löngum köflum leiksins. Einnig fráköstuðu þær betur og settu flest vítin sín. Eins og nefnt er bara mjög áþekk lið, líklegast var það ákvarðanataka undir lokin sem reið baggamuninn. Aþena læsti varnarlega síðustu 2 mínúturnar og settu nokkrar körfur, en það var á endanum munurinn á liðunum.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Aþenu í leiknum var Dzana Crnac með 19 stig og 3 fráköst. Þá skilaði Darina Andriivna Khomenska 9 stigum og 12 fráköstum.

Fyrir Hamar/Þór var Emma Hrönn Hákonardóttir atkvæðamest með 27 stig og 13 fráköst. Næst henni var Jóhanna Ýr Ágústsdóttir með 14 stig og 6 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -