spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁstrós Lena & Þóra Kristín unnu fyrsta leikinn með AKS Falcon

Ástrós Lena & Þóra Kristín unnu fyrsta leikinn með AKS Falcon

Ástrós Lena Ægisdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir unnu í dag sinn fyrsta deildarleik með AKS Falcon gegn Aabyhoj í efstu deildinni í Danmörku, Dameligaen, 67-49.

Báðar voru þær í byrjunarliði AKS í leik dagsins, en á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði Ástrós Lena 7 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu á meðan að Þóra Kristín var með 8 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.

Næsti leikur AKS í deildinni er þann 2. október gegn Hørsholm 79ers.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -