spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAstaja með 47 stig er Hamar/Þór lagði Tindastól á Sauðárkróki

Astaja með 47 stig er Hamar/Þór lagði Tindastól á Sauðárkróki

Hamar/Þórs stelpur komu á krókinn og sóttu flottan sigur gegn Tindasstóls stelpum sem eru í áttunda sæti eftir leikinn en gestirnir í því sjötta.

Gangur leiks

Leikurinn fór ekki hratt af stað, það var mikil harka í vörn beggja liða og lítið að detta ofan í hjá báðum liðum. Þegar það leið á leikhlutan komust gestirninr mest í 7 stiga mun en síðan komu heimamenn með þrjár snöggar körfur og komust yfir með einu. Astaja Tyghter náði síðan að jafna leikinn aftur á vítalínunni en Maddie Sutton hitta frábæra flautukörfu að minsta kosti meter í burtu frá þriggjastiga línunni, staðan í lok fyrsta leikhluta 21 – 18.

Seinni leikhlutinn fór einnig mjög hægt af stað, þegar leið á leikhlutan fór nú stigaskorið ekki hækkandi hratt en þegar leið á leikhlutan fóru gestirnir að gefa í og náðu að byggja upp smá forskot, í lok fyrri hálfleiks var staðan 37 – 44.

Hamar/Þór fóru betur af stað í byrjun þriðja leikhluta og komu muninum í 13 stig á fyrstu þremur mínótunum. Þær náðu aðeins að auka muninn áður en að gestgjafarnir fundu smá stemmingu og minkuðu muninn smá. En eftir þetta smá áhlaup frá Stólunum fóru Hamar/Þór að gefa aftur í, Astaja leiddi vagninn fyrir gestinna en staðan í lok þriðja leikhluta var 51 – 64

Stólastelpur reyndu sitt besta að koma með comeback í síðasta leikhlutanum en það gekk bara ekki,  gestirnir spiluðu fína vörn út fjórða leikhluta og trygðu sigurinn. Lokastaða 69 – 82.

Atkvæðamestar

Fyrir heimastúlkur var Maddie Sutton stigahæst að vana, hún skoraði 27 stig, tók 14 fráköst og 24 framlagspunkta. Eva Rún skilaði solid 14 stigum fyrir heimamenn.

Fyrir gestina var Astaja Tyghter frábær með 47 stig, 11 fráköst og 4 stolna bolta. Hildur Björk var einnig mjög fín og skilaði 13 stigum og svo var reynsluboltinn Julia Demirer með 11 stig og 17 fráköst.

Kjarninn

Það sást alveg á báðum liðum að þau hafa verið að spiia í gær, Hamar/Þór voru lengi vel í svæði og var það vegna þreytta fóta sagði Hallgrímur þjálfari þeirra, meðan þær voru í svæði náðu heimastelpur ekki að notafæra sér það með því að finna opin skot. Eftir þennan leik eru heimastelpur í áttunda sæti en gestirnir í því sjötta.

Hvað svo?

Í næsta leik fara Stóla stelpur í Grafarvoginn og spila við Fjölni B sem eru í næst síðasta sæti

Hamar/Þór tekur á móti Stjörnunni í sínum síðasta leik á tímabilinu, Garðbæingar eru sem stendur í níunda sæti.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -