spot_img
HomeFréttirÁsta Júlía í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Ásta Júlía í úrvalsliði Norðurlandamótsins

 

Leikmaður Íslands, Ásta Júlía Grímsdóttir, var fyrr í dag valin í úrvalslið Norðurlandamótsins sem fram hefur farið síðustu vikuna í Kisakallio í Finnlandi, en þau verðlaun fá aðeins fimm leikmenn úr hverjum aldursflokk. Ásta var frábær fyrir íslenska liðið í leikjunum fimm, skilaði 9 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik, en Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins.

 

Hérna eru myndir frá verðlaunaafhendingunni

 

Fréttir
- Auglýsing -