Valskonur lögðu topplið Njarðvíkur 57-66 í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölurnar gefa ögn skakka mynd af leiknum því Valur var með þetta í teskeið frá upphafi til enda.
Karfan spjallaði við Ástu Júlíu Grímsdóttur leikmann Vals eftir leik í Ljónagryfjunni. Ásta Júlía átti flottan leik fyrir sínar konur í kvöld, skilaði 10 stigum og 13 fráköstum á tæpum 33 mínútum spiluðum.