spot_img
HomeFréttirÁsta Júlía á leið í háskólaboltann

Ásta Júlía á leið í háskólaboltann

Hin gríðarlega efnilega Ásta Júlía Grímsdóttir leikmaður Vals mun leika í Bandaríkjunum á næstu leiktíð. Frá þessu var greint á facebooksíðu Val rétt í þessu.

Ásta Júlía mun leika með Houston Baptist háskólanum (HBU Huskies) á næstu leiktíð. Liðið leikur í Houston Texas og leikur í Southland deildinni. HBU er í efstu deild í Bandaríska háskólaboltanum.

Ásta Júlía er fædd árið 2001 og hefur leikið með Val síðustu tvö ár, þar áður var hún í KR. Hún hefur tekið miklum framförum í vetur og leikið stórt hlutverk í gríðarlega sterku liði bikarmeistara Vals. Ásta er með 8,8 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik í Dominos deild kvenna.

Fréttir
- Auglýsing -