spot_img
HomeFréttirÁsmundur Hrafn sigraði NBA áskorunina

Ásmundur Hrafn sigraði NBA áskorunina

Fyrir úrslitakeppni NBA deildarinnar efndi Karfan.is til áskorunnar í samstarfi með Miðherja. Tæplega 70 lesendur tóku þátt og spáðu fyrir um úrslit hennar. Keppnin var næstum búin þegar kom til lokaúrslita, en að þeim loknum var það Ásmundur Hrafn Magnússon sem að sigraði keppnina með 285 stigum.

Var Ásmundur með rétta niðurstöðu í öllum seríum nema fjórum en hvorki náði hann að spá fyrir góðu gengi Los Angeles Lakers eða sjá fyrir sér að Miami Heat næðu að fara jafn langt og þeir gerðu.

Hér er hægt að sjá spádóma Ásmundar

Hér er hægt að sjá lokastöðu áskorunarinnar

Verðlaun þetta árið er inneign fyrir treyju hjá Miðherja.

Fréttir
- Auglýsing -