spot_img
HomeFréttirÁskell: Þetta var alltaf ofan í

Áskell: Þetta var alltaf ofan í

09:51

{mosimage}

(Áskell Jónsson, hetja 2. umferðar) 

Áskell Jónsson var hetja Borgnesinga í annarri umferð Iceland Express deild karla þegar hann tryggði Skallagrím sigur á Hamarsmönnum með góðu skoti á lokasekúndum leiksins. Vefsíðan www.skallagrimur.org tók hús á Áskeli sem fékk óvæntan séns í leiknum þegar Allan Fall meiddist.   

Áskell átti góðan dag gegn Hamri síðasta fimmtudag, hann skoraði 4 stig, og gaf 7 stoðsendingar. Hann skoraði úr báðum skotunum sem hann tók og var með 12 í samanlögðu framlagi. ,,Ég kom svo snemma inn á í leiknum af því að Allan Fall meiddist. Hafþór Ingi var líka búinn að vera með flensuna og því var ekkert að gera annað en að henda mér inná.” Áskell þótti leika afbragðsvel allan leikinn á fimmtudag, en hann lék gegn hinum reynda leikstjórnanda Hamars, Lárusi Jónssyni. ,,Það var fínt að spila á móti honum, hann setur mikla pressu á mann.”

Aðspurður hvort að hann hefði haldið að leiknum væri lokið þegar Hafþór Ingi misnotið gott færi undir lokin sagði Áskell:  ,,Alls ekki, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Webb lagði upp með í leikhléinu að við reyndum að stela boltanum enda langt í það að þeir kæmust í bónus, það gekk eftir.”

Áskell sagðist sömuleiðis aldrei hafa efast um lokaskot sitt: ,,Þetta var alltaf ofan í, ekki spurning! Stemminingin skemmdi heldur ekki fyrir, það er aðeins skemmtilegra en að skora svona körfu í drengjaflokk þar sem eru 5 áhorfendur,” en þarna vísar Áskell í hinn fræga drengjaflokk Skallagríms 2004-2005 sem fór vægast sagt ótroðnar slóðir bæði innan vallar sem utan.  

Í lokinn var Áskell svo inntur eftir því hvort að hann myndi ekki sækjast eftir byrjunarliðssæti eftir slíka frammistöðu: ,,Ég er nú alveg rólegur í þeim pælingum,” sagði Áskell í léttum dúr. 

Frétt og mynd af www.skallagrimur.org

Fréttir
- Auglýsing -