spot_img
HomeFréttirAsíuleikarnir í fullum gangi í Qatar

Asíuleikarnir í fullum gangi í Qatar

14:08

{mosimage}

(Yasseen Ismail Musa leikmaður Qatar)

Þessa dagana fara fram Asíuleikarnir í borginni Doha í Qatar. Tólf karlalið taka þátt í körfuboltakeppni leikanna og sex kvennalið. Riðlakeppnin er komin vel á veg og eru heimamenn í Qatar ósigraðir í sínum riðli en í hinum riðli karlakeppninnar eru Kína og Japan ósigruð.

Í kvennakeppninni hafa Taiwankonur unnið báða leiki sína í riðlinum en Kína og Japan leika á morgun úrslitaleik um sigur í hinum riðlinum. Leikið er daglega og eru nokkrir leikir sýndir beint á Eurosport 2. Úrslitaleikirnir fara svo fram 14. og 15. desember.

runar@mikkivefur.is

Mynd: Heimasíða Asíuleikanna

Fréttir
- Auglýsing -