spot_img
HomeFréttirÁsinn: Nauðsynlegt í flóru körfuboltanámskeiða

Ásinn: Nauðsynlegt í flóru körfuboltanámskeiða

 
Körfuboltanámskeiðið Ásinn var haldinn um nýliðna helgi og þóttist takast vel. Snorri Örn Arnaldsson, einn fjögurra þjálfara á Ásnum var ánægður með hvernig tókst til. ,,Við þjálfararnir erum mjög ánægðir með námskeiðið. Það voru 15 strákar sem mættu núna á fyrsta Ásinn, bæði eldri og reyndari strákar sem og yngri strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref sem leikstjórnendur. Eftir þessa helgi erum við staðfastir í þeirri trú að þetta námskeið sé algjörlega nauðsynlegt í flóru körfuboltanámskeiða hér á landi og við erum strax byrjaðir að skipuleggja Ásinn 2012."
Karfan.is ákvað að heyra í tveimur ungum og efnilegum leikmönnum sem mættu á námskeiðið, Martin Hermannssyni úr KR og Ægi Hreini Bjarnasyni úr Breiðablik. Af hverju ákvaðuð þið að mæta á Ásinn?
 
Martin: Finnur Freyr sagði mér frá þessu námskeiði og ég hafði strax mikinn áhuga þegar ég frétti af því, því þarna voru 2 af bestu íslensku leikmönnum frá upphafi Falur og Jón Kr og 2 toppþjálfarar með þeim, Finnur og Snorri Örn. Ég vildi bæta mig sem leikstjórnandi og því var þetta námskeið alveg kjörið tækifæri.
 
Ægir: Ég ákvað að mæta á ásinn útaf því ég vildi verða betri point guard og vonandi læra eitthvað nýtt.
 
Stóð námskeiðið undir væntingum ykkar?
 
Martin: Alveg klárlega. Umgjörðin var alveg til fyrirmyndar og þarna var farið yfir allt sem að góður leikstjórnandi þarf að hafa. Mér persónulega finnst það algjör skylda að leikstjórnendur í landinu ættu að fara á þetta námskeið. Þetta námskeið hefur klárlega hjálpað mér og mun án efa koma til með að nýtast mér í framtíðinni.
 
Ægir: Já, mér fannst námskeiðið standa undir væntingum. Margar nýjar og skemmtilegar æfingar og bara skemmtilegt námskeið yfir höfuð. Síðan lærði ég rosalega mikið af þessu og mér finnst ég vera orðin betri point guard og bara betri leikmaður eftir þetta námskeið.
 
Mynd/ [email protected] Martin Hermannsson leikmaður KR við æfingar í Ásnum á dögunum.
Fréttir
- Auglýsing -