14:00
{mosimage}
(Ashley Bowman leikur með Fjölni á næsta tímabili)
Fjölnisstúlkur hafa fengið til sín erlendan leikmann til að leika með þeim í IE deildinni á komandi tímabili en eins og kom fram á karfan.is nú fyrr í dag mun Slavica Dimovska sem lék með Fjölni á síðustu leiktíð ekki leika með þeim aftur.
Stúlkan sem Fjölnir hafa ráðið til sín heitir Ashley Bowman og kemur frá Cleveland en hún lék með Norfolk State háskólanum. Bowman er 165 cm bakvörður og á að vera snögg og góður skotmaður.
Á loka ári sínu í háskóla skoraði hún 16,2 stig að meðaltali og tók rétt tæp 5 fráköst.



