6:57
{mosimage}
Ármann/Þróttur fær í dag mikinn liðsstyrk fyrir baráttuna í 1. deild karla en í dag mun verða gengið frá félagaskiptum Ásgeirs Hlöðverssonar til þeirra frá ÍR.
Gunnlaugur Elsuson þjálfari Ármanns/Þróttar er gríðarlega ánægður með að fá Ásgeir enda kappinn í fínu formi og tilbúinn í átökin í 1. deildinni.
Fyrsti leikur Ármanns/Þróttar er á morgun þegar liðið heimsækir FSu í Iðu á Selfossi.