spot_img
HomeFréttirÁsgarður í kvöld: Tekst Stjörnunni að jafna?

Ásgarður í kvöld: Tekst Stjörnunni að jafna?

Grindavík og Stjarnan mætast í kvöld í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst venju samkvæmt kl. 19:15 í Garðabæ en það eru deildarmeistarar Grindavíkur sem leiða einvígið 1-0 eftir 83-74 sigur í fyrsta leiknum.
Í fyrsta leiknum fengu Grindvíkingar 23 stig af bekknum en Stjarnan 13 á meðan byrjunarliðin voru á pari, Grindavík 60 og Stjarnan 61. Bullock fór fyrir gulum með 24 stig og 10 fráköst í fyrsta leik en hjá Stjörnunni var Keith Cothran með 22 stig og 6 fráköst.
 
Það verða þeir Jón Guðmundsson og Rögnvaldur Hreiðarsson sem dæma viðureign kvöldsins.
 
Ásgarður í kvöld kl. 19:15
Stjarnan-Grindavík leikur 2
Fjölmennum á völlinn!
  
Fréttir
- Auglýsing -