Fyrstu deildar lið Fjölnis hefur samkvæmt heimildum Körfunnar sagt upp samningi sínum við bakvörðinn Arturo Fernandez Rodriguez.
Arturo kom upphaflega til Íslands fyrir síðasta tímabil þar sem hann lék með meisturum fyrstu deildar Hetti. Þá skipti hann yfir til Fjölnis fyrir þetta tímabil, en í 6 leikjum það sem af er tímabili hefur hann skilað 20 stigum, 3 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.