spot_img
HomeFréttirArtest snýr aftur til Detroit

Artest snýr aftur til Detroit

14:29 

{mosimage}

Fræg eru orðin slagsmálin sem áttu sér stað í NBA deildinni 2004 þegar Ron Artest lék með Indiana. Leikmenn Pistons og Pacers slógust þá sín á milli og áhorfendur létu einnig að sér kveða í handalögmálunum. Ron Artest var dæmdur í eitt lengsta leikbann sem fallið hefur í NBA deildinni og við tóku myrkir tímar á leikferli hans. Artest er nú kominn á fullt skrið að nýju með Sacramento Kings en þeir mæta einmitt Detroit Pistons á heimavelli Pistons í kvöld. Þetta er fyrsti leikur Artest á heimavelli Pistons síðan hann fleygði þar ófáum hnefasamlokum 2004. 

,,Ég hef ekki leikið þarna í langan tíma og ég veit að þetta verður skemmtilegt umhverfi,” segir Artest og bætir við að svona hlutir gerist bara einu sinni og vísar þá í þessi frægur handalögmál. ,,Ég fæ ekki séð að ég taki þátt í svona uppákomu aftur,” segir Artest sem hlakkar mikið til leiksins í kvöld. Artest hefur leikið 30 leiki með Kings á þessari leiktíð og gert í þeim 16,6 stig að meðaltali í leik og tekið í þeim 6,3 fráköst að meðaltali í leik. 

Aðrir leikir kvöldsins: 

Grizzlies-LA Clippers

Hawks-Bobcats

Knicks-Pacers

Celtics-Wizards

Magic-Nets

LA Lakers-Hornets

Jazz-Bulls

Nuggets-Rockets

Cavaliers-Warriors

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -