spot_img
HomeFréttirArroyo sá níundi sem kveður NBA deildina í bili

Arroyo sá níundi sem kveður NBA deildina í bili

13:28
{mosimage}

 

(Carlos Arroyo) 

 

Enn berast þau tíðindi að NBA leikmenn segja skilið við deildina og halda yfir Atlantshafið. Sá nýjasti í þessum burtfararhópi NBA deildarinnar er leikmaðurinn Carlos Arroyo en hann hefur samið við ísraelska stórliðið Maccabi Tel-Aviv. Arroyo er áttundi leikmaðurinn sem fer austur um haf á vit nýrra ævintýra.

 

Samkvæmt heimildum frá Ísrael mun Arroyo fá 2,5 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut fyrir næstu leiktíð en hann er með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann geti eftir hverja leiktíð snúið aftur í NBA deildina frá ísraelsku risunum. Arroyo fer frá Orlando Magic til Ísraels en hann lék mjög takmarkað hlutverk í liði Orlando á síðasta tímabili.

 

Carlos Arroyo er 29 ára gamall og gerði að jafnaði 6,9 stig í leik fyrir Magic í fyrra og gaf 3,5 stoðsendingar í 62 leikjum. Hann lék aðeins í fjórum af tíu leikjum Orlando í úrslitakeppninni og af þeim sökum ákvað hann að skipta til Maccabi Tel-Aviv.

 

Leikmenn sem hafa kvatt NBA deildina undanfarið:

 

Josh Childress til Grikklands

Nenad Krstic til Rússlands

Bostjan Nachbar til Rússlands

Carlos Delfino til Rússlands

Primo Brezec til Ítalíu

Juan Carlos Navarro til Spánar

Jorge Garbajosa til Rússlands

Ungstirnið Brandon Jennings til Ítalíu

Carols Arroyo til Ísraels

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -