spot_img
HomeFréttirArnþór sér einn sóp á lofti

Arnþór sér einn sóp á lofti

Arnþór Freyr Guðmundsson reifar hér að neðan alla leið frá Spáni hvað hann sér í kristalskúlunni sinni í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla sem hefjast í kvöld. Addú eins og hann er kallaður sér einn sóp á lofti.
 
 
KR-Grindavík 3-0
Ég spái því að KR taki þessa seríu þrátt fyrir fjarveru Pavels. Grindvíkingar hafa hins vegar verið að spila vel eftir áramót en ég hef ekki trú á því að þeir ráði við vel spilandi lið KR-inga. Fjarvera Ólafs Ólafssonar gæti vegið þungt í þessari seríu þar sem hann hefur verið algjör lykilleikmaður hjá Grindvíkingum í vetur.
 
Tindastóll-Þór 3-1
Tindastóll er með mjög reynslumikla leikmenn í bland við unga stráka sem hafa verið að standa sig vel í vetur ásamt því að vera með mjög sterkan heimavöll. Þórsarar eru með flott lið en þeim hefur gengið illa að finna stöðugleika í vetur og ég held að það geti háð þeim á móti öflugu Tindastólsliði.
 
Njarðvík-Stjarnan 2-3
Stjarnan tekur þessa seríu. Þeir sýndu það í bikarúrslitaleiknum núna á dögunum hversu öflugir þeir eru. Njarðvík eru með gott og vel mannað lið, erfitt er við að eiga þegar þeir detta í gang þar sem þeir eru með besta sóknarmann deildarinnar í Stefan Bonneu. Það verður krefjandi verkefni fyrir Stjörnumenn að halda honum í skefjum en ég spái Stjörnunni sigri í oddaleik.
 
Haukar-Keflavík 3-2
Þetta verður svakaleg sería. Haukar hafa verið á góðu róli síðustu vikur og með mjög skemmtilegt og ungt lið ásamt því sem ég held að Alex Francis geti verið Keflvíkingum erfiður. Keflavík eru með marga reynslumikla leikmenn sem vita alveg út í hvað þeir eru að fara en ég held að heimavallarrétturinn ráði úrslitum í þessari seríu í oddaleik í Hafnarfirðinum.
  
Leikir kvöldsins
 
19-03-2015 19:15 Úrvalsdeild karla KR   Grindavík DHL-höllin
19-03-2015 19:15 Úrvalsdeild karla Njarðvík   Stjarnan Njarðvík
 
Fréttir
- Auglýsing -